Danskir hjúkrunarfræðingar flykkjast til Noregs

Hjúkrunarfræðingar að störfum í Noregi.
Hjúkrunarfræðingar að störfum í Noregi. www.sykepleien.no

Það eru ekki bara ís­lensk­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ar sem flykkj­ast til Nor­egs. Und­an­far­in tvö ár hef­ur fjöldi þeirra dönsku hjúkr­un­ar­fræðinga sem fá starfs­leyfi í Nor­egi marg­fald­ast, enda er eft­ir tölu­verðu að slægj­ast, a.m.k. hvað varðar laun.

Árið 2010 fengu 186 dansk­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ar starfs­leyfi í Nor­egi, tveim­ur árum síðar voru þeir 850. Mik­ill skort­ur er á hjúkr­un­ar­fræðing­um í Nor­egi og þrátt fyr­ir góð kjör geng­ur illa að manna stöðurn­ar, sam­kvæmt frétt norska rík­is­sjón­varps­ins NRK.

Dansk­ir hjúkr­un­ar­fræðing­ar fá svo­kallaðan „byrj­un­ar­pakka“ þegar þeir skrifa und­ir samn­ing um að starfa á heil­brigðis­stofn­un­um í Stavan­ger, en pakk­inn inni­held­ur 40.000 norsk­ar krón­ur, jafn­v­irði rúm­lega 930.000 ís­lenskra króna. Helm­ing­ur­inn er greidd­ur út við und­ir­rit­un samn­ings, af­gang­ur­inn eft­ir eitt ár í starfi. Og fyr­ir utan þetta eru laun­in nokkuð hærri en í Dan­mörku.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert