Evruríkin óáhugaverðari

Við evrópska seðlabankann í Frankfurt.
Við evrópska seðlabankann í Frankfurt. Reuters

Fjár­fest­ar sýna Svíþjóð og Bretlandi meiri áhuga en evr­ur­ríkj­un­um þegar fast­eigna­markaður­inn er ann­ars veg­ar. Þetta kem­ur fram í skýrslu end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tæk­is­ins Ernst & Young sem rek­ur þetta til erfiðleik­anna á evru­svæðinu. Tyrk­land þykir meira spenn­andi en evr­ur­rík­in.

Fjár­fest­ar í 15 lönd­um voru spurðir hvort þeir teldu að sitt land væri minna eða meira spenn­andi sem fjár­fest­ing­ar­kost­ur fyr­ir fast­eigna­kaup­end­ur og sögðu 73% spænsku þáttt­tak­end­anna að landið væri síður áhuga­vert en önn­ur Evr­ópu­ríki og um 70% ít­ölsku þátt­tak­end­anna.

Þjóðverj­arn­ir eru hins veg­ar mun bjart­sýnni. Þar taldi aðeins 1% þátt­tak­enda að landið væri síður áhuga­vert hvað þetta varðar en önn­ur Evr­ópu­ríki.

Skýrslu Ernst & Young má nálg­ast hér.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert