Evruríkin óáhugaverðari

Við evrópska seðlabankann í Frankfurt.
Við evrópska seðlabankann í Frankfurt. Reuters

Fjárfestar sýna Svíþjóð og Bretlandi meiri áhuga en evrurríkjunum þegar fasteignamarkaðurinn er annars vegar. Þetta kemur fram í skýrslu endurskoðunarfyrirtækisins Ernst & Young sem rekur þetta til erfiðleikanna á evrusvæðinu. Tyrkland þykir meira spennandi en evrurríkin.

Fjárfestar í 15 löndum voru spurðir hvort þeir teldu að sitt land væri minna eða meira spennandi sem fjárfestingarkostur fyrir fasteignakaupendur og sögðu 73% spænsku þáttttakendanna að landið væri síður áhugavert en önnur Evrópuríki og um 70% ítölsku þátttakendanna.

Þjóðverjarnir eru hins vegar mun bjartsýnni. Þar taldi aðeins 1% þátttakenda að landið væri síður áhugavert hvað þetta varðar en önnur Evrópuríki.

Skýrslu Ernst & Young má nálgast hér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert