Útlendingar kaupa ræktunarland

AFP

Sífelld verður algengara að erlendir fjárfestar kaupi ræktunarland í þriðja heims ríkjum þar sem það er víða orðið af skornum skammti í í þróuðum vestrænum ríkjum.

Í sumum löndum er nú svo komið að meirihluti lands er í eigu erlendra fjárfesta. Í Líbíu er t.a.m. allt ræktunarland í eigu útlendinga.

Hefur þessari þróun verið gefið nafnið „land grip“ (land grabbing) og á það sér stað í Afríku, Suður Ameríku, Asíu og Austur-Evrópu. Um helmingur alls ræktunarlands á Filippseyjum er í eigu útlendinga og í Úkraínu er um þriðjungur ræktunarlands í eigu bandarískra stórfyrirtækja.

Sökum fólksfjölgunar þykja kaup á ræktunarlandi örugg fjárfesting. Hefur það verið haft á orði að þetta sé ný tegund nýlendustefnu þar sem ríkari þjóðir í Evrópu og N-Ameríku hagnist á landsins gæðum þróunarlanda.

Hlutfalls ræktunarlands í eigu erlendra aðila

Líbía 100%

Gabon 86%

Filippseyjar 49%

Síerra leóne 41%

Úkraína 36%

Papúa nýja gínea 33%

Mósambík 28%

Tansanía 18%

Úrúgvæ 18%

Madagaskar 10%

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka