Útlendingar kaupa ræktunarland

AFP

Sí­felld verður al­geng­ara að er­lend­ir fjár­fest­ar kaupi rækt­un­ar­land í þriðja heims ríkj­um þar sem það er víða orðið af skorn­um skammti í í þróuðum vest­ræn­um ríkj­um.

Í sum­um lönd­um er nú svo komið að meiri­hluti lands er í eigu er­lendra fjár­festa. Í Líb­íu er t.a.m. allt rækt­un­ar­land í eigu út­lend­inga.

Hef­ur þess­ari þróun verið gefið nafnið „land grip“ (land grabb­ing) og á það sér stað í Afr­íku, Suður Am­er­íku, Asíu og Aust­ur-Evr­ópu. Um helm­ing­ur alls rækt­un­ar­lands á Fil­ipps­eyj­um er í eigu út­lend­inga og í Úkraínu er um þriðjung­ur rækt­un­ar­lands í eigu banda­rískra stór­fyr­ir­tækja.

Sök­um fólks­fjölg­un­ar þykja kaup á rækt­un­ar­landi ör­ugg fjár­fest­ing. Hef­ur það verið haft á orði að þetta sé ný teg­und ný­lendu­stefnu þar sem rík­ari þjóðir í Evr­ópu og N-Am­er­íku hagn­ist á lands­ins gæðum þró­un­ar­landa.

Hlut­falls rækt­un­ar­lands í eigu er­lendra aðila

Líb­ía 100%

Ga­bon 86%

Fil­ipps­eyj­ar 49%

Síerra leóne 41%

Úkraína 36%

Papúa nýja gín­ea 33%

Mósam­bík 28%

Tans­an­ía 18%

Úrúg­væ 18%

Madaga­sk­ar 10%

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert