Frakkland nýtt áhyggjuefni evrusvæðisins

Franska stjórnin fundaði um fjármálin í París í gær.
Franska stjórnin fundaði um fjármálin í París í gær. mbl.is/afp

Evrópusambandið (ESB) gefur út spár sínar um efnahagshorfur á evrusvæðinu á morgun. Allt þykir stefna í að Frakkar standist ekki fjárlagaviðmið sambandsins vegna veiks hagvaxtar.

Þetta er talið munu valda leiðtogum ESB vandræðum er þeir þurfa að bregðast við vanda Frakka um leið og þeir freista þess að halda dampi í efnahagsumbótum og aðhaldsaðgerðum.

Horfur í frönsku efnahagslífi eru dökkar, sé mið tekið af könnun á umsvifum einkafyrirtækja, en svör forsvarsmanna þeirra benda til að samdrátturinn sé hraðari og alvarlegri en nokkru sinni frá í mars 2009.

Franska stjórnin sagðist í vikunni myndi senn endurskoða og lækka spár sínar um hagvöxt ársins.

Hagfræðingurinn  Jack Kennedy segir útlit fyrir að fyrsti fjórðungur ársins 2013 verði sá versti í fjögur ár. Muni það beina enn kröftugar athyglinni að fjárlagaupplýsingum sem stjórn Fracois Hollande forseta muni leggja fyrir framkvæmdastjórn ESB í Brussel.

Spár ESB og hagtölur munu draga fram hversu langt á eftir hagþróuninni Frakkland, og reyndar önnur ríki líka, hvað varðar skuldbindingar þeirra um að koma hallarekstri sínum inn fyrir viðmið ESB; undir 3% af vergri landsframleiðslu.

Ríki sem ekki uppfylla skuldbindingarnar kalla yfir sig fjárhagslega refsingu. Á evrusvæðinu virðast það aðeins vera Belgía, Ítalía, Austurríki og Holland sem séu á réttri leið, segir sérfræðingur hjá ING bankanum í Amsterdam í erindi til fjárfesta. 

Frá því sósíalistastjórn Hollande tók við völdum í Frakklandi í fyrravor hefur hún þráfaldlega staðhæft, að þrátt fyrir erfiðar efnahagsaðstæður, myndi hún standast fjármálaskilyrði Brussel.  Allt þar til í síðustu viku er hún viðurkenndi að 3% markmiðið næðist ekki þar sem horfur væru fyrir hagvöxt undir þeim 0,8% sem hún hafði áður  spáð.

Franskir fjölmiðlar segja, að framkvæmdastjórn ESB gangi nú út frá því að halli á fjárlögum Frakka í ár verði 3,6% af vergri landsframleiðslu. Sem þýði að Frakkar verði að biðja um svigrúm til að komast út úr vandanum - rétt eins og Spánverjar og aðrar þjóðir sem þurft hafa á björgunaraðgerðum að halda til þessa.

Olli Rehn, sem fer með efnahagsmál og málefni evrusvæðisins í framkvæmdastjórn ESB, hefur sagt ítrekað, að ríki geti fengið andrými svo fremi séð verði að þau hafi gripið til niðurskurðar og aðhalds.

Vandinn er hins vegar sá, að Hollande Frakklandsforseti hafnaði alfarið frekara aðhaldi í gær sem hann sagði gætu leitt til þverrandi framleiðslustarfsemi, vaxandi skuldir og enn frekari samdráttar.

Í morgun veittu stofnanir ESB sem hafa eftirlit með ríkisábyrgðum Frökkum heimild til að veita fasteignabankanum Credit Immobilier de France (CIF) 18 milljarða ríkisábyrgð til hálfs árs.

Holland segir frekari niðurskurð getasökkt Frakklandi í vítahring.
Holland segir frekari niðurskurð getasökkt Frakklandi í vítahring. mbl.is/afp
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert