Forseti Evrópuþingsins, Þjóðverjinn Martin Schulz, hvatti Ítalí í dag til þess að kjósa ekki Silvio Berlusconi í komandi þingkosningum.
„Silvio Berlusconi hefur þegar sent Ítalíu þrot með óábyrgri stjórnarstefnu og persónulegum skrípalátum sínum,“ segir Schulz í dag í útbreiddasta blaði Þýskalands, Bild. Ekki beri að rústa því trausti sem Ítalir hafi áunnið sér með Mario Monti sem forsætisráðherra. „Ég hef alla trú á því að ítalskir kjósendur velji rétta kostinn fyrir land sitt,“ segir Schulz.
Litlir kærleikar hafa verið með þeim Berlusconi en ítalski leiðtoginn fyrrverandi lagði eitt sinn til að Schulz léki vörð í fangabúðum nasista.