Portúgalska lögreglan hefur gert upptækt mesta magn af fölsuðum evrum sem náðst hafa í einu lagi. Var 46 ára erlendur maður handtekinn í því sambandi í borginni Porto.
Alls var um að ræða falsaða seðla að upphæð rúmlega 380.000 evrur, allt seðlar upp á 200 evrur hver.
Lögreglan hefur varist fregna af þjóðerni eða öðrum deilum á manninum sem gómaður var með peningana. Hún segir þá hafa verið afburða vel gerða en prentsmiðjan mun vera í Portúgal.
Þetta er í annað sinn sem portúgalska lögreglan afhjúpar peningafölsun. Fyrr í febrúar leysti hún upp svikafélag skipað fimm portúgölskum mönnum sem kærðir hafa verið fyrir að dreifa fölsuðum 20 og 50 evru seðlum. Var hald lagt á seðla í fórum þeirra er hljóðuðu upp á 30.000 evrur.