ESB stefnir Svíum og Grikkjum

AFP

Evrópusambandið hefur stefnt Svíum og Grikkjum fyrir Evrópudómstólinn vegna vanefnda á umhverfissamþykktum.

Hefur Evrópusambandið beitt Svía dagsektum um nokkra hríð sökum þess að ekki hefur verið lögð nægileg vinna í eftirfylgni með umhverfissamþykktum um iðnaðarsvæði frá árinu 2007. Grikkir eru lögsóttir vegna landfyllinga sem ekki uppfylla umhverfiskröfur.

Í frétt AFP-fréttastofunnar segir að Evrópusambandið reki nú á þriðja tug mála á hendur ríkjum sambandsins vegna málefna tengdra innri markaði sambandsins, meðal annars gegn Austurríki, Finnlandi og Póllandi fyrir að virða ekki löggjöf um vinnutíma samgöngustarfsmanna.
    

 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert