Hömlur á olíuleit á norðurslóðum

Óvíst verður um hvernig verður staðið að olíuvinnslu á norðurslóðum
Óvíst verður um hvernig verður staðið að olíuvinnslu á norðurslóðum AFP

Um­hverf­is­sam­tök­in Green­peace fagna frum­varpi til laga Evr­ópu­sam­bands­ins sem geta lagt höml­ur á, eða bannað, olíu­bor­un á norður­slóðum. Þetta kem­ur fram í frétt á Fis­hnew­seu.com fyrr í vik­unni.

Sam­komu­lagið sem rætt er um ger­ir ráð fyr­ir að olíu­fé­lög­un­um verði gert að standa að hreins­un­ar­starfi við erfiðar aðstæður ef um meng­un­ar­slys er að ræða. Telja Grænfriðung­ar að aðstæður séu slík­ar að ómögu­legt sé fyr­ir olíu­fé­lög­in að standa við slík­ar skuld­bind­ing­ar enda sé ekki hægt að beita hefðbundn­um aðferðum vegna erfiðra aðstæðna.

Sjá nán­ar hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert