Konum fjölgar á ítalska þinginu

Það er ljóst að konum mun fjölga á ítalska þinginu …
Það er ljóst að konum mun fjölga á ítalska þinginu í næstu viku AFP

Aldrei hafa jafn margar konur verið í framboði í þingkosningum á Ítalíu og nú og koma þær úr hinum ýmsu flokkum. Kosningarnar fara fram á morgun og á mánudag.

Samkvæmt skoðanakönnunum virðist sem framboð miðju- og vinstriflokka undir forsæti Pier Luigi Bersani njóti mestrar hylli meðal kjósenda á kostnað hægri framboðs Silvio Berlusconi. Alls er kosið um 630 þingsæti í neðri deild og 315 öldungadeildarsæti og það eina sem er ljóst að fleiri konur munu sitja á ítalska þinginu eftir kosningar heldur en nokkru sinni fyrr.

Valeria Ajovalasit, forseti kvennréttindasamtakanna Arcidonna, segir að nú séu um 20% þingmanna konur á Ítalíu sem þýðir að landið er í sæti 50 á heimslistanum yfir hlutfall kvenna á þingi. Ef bandalag Berlusconi sigri fari þetta hlutfall væntanlega í 28-20% en ef bandalag Bersani fari með sigur af hólmi fari það væntanlega í 38%. Það yrði ótrúlegt hlutfall miðað við að einungis 47% ítalskra kvenna eru á almennum vinnumarkaði samanborið við 59% að meðaltali í ríkjum Evrópu.

Kosningar hefjast á Ítalíu á morgun
Kosningar hefjast á Ítalíu á morgun AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert