Rannsókn hafin á „lífrænum“ eggjum

Þýsk varphæna hugar að eggi sem hún hefur orpið úti …
Þýsk varphæna hugar að eggi sem hún hefur orpið úti undir beru lofti. AFP

Yfirvöld í Þýskalandi segjast hafa hrundið af stað rannsókn á meintum svikum þýskra eggjabænda sem grunaðir er um að hafa sent frá sér egg sem eru „lífrænt“ ræktuð þótt ekki séu þau það í raun.

Saksóknari í Neðra-Saxlandi er að rannsaka nokkur hænsnabú sem selt hafa bæði það sem þau hafa kallað lífrænt ræktuð egg og egg sem hænur eru sagðar verpa úti undir beru lofti.

Rannsókn af þessu tagi hefur að hluta til staðið yfir af hálfu saksóknarans í Oldenburg í Neðra-Saxlandi frá 2011 og er á lokastigi. Um 150 eggjabú í sambandslandinu og 50 í öðrum héruðum Þýskalands liggja undir grun um að svindla á neytendum.

Að sögn vikuritsins Spiegel munu búin ekki uppfylla skilyrði sem þurfa vera fyrir hendi til að ræktun geti talist lífræn. Þar á meðal sé athafnarými varpfuglsins ónógt.  Reynist ásakanirnar réttar og verði staðfestar í rannsókninni er um sviksemi af risastærðargráðu að ræða, segir talsmaður neytendamálaráðuneytisins í Berlín.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert