Rannsókn hafin á „lífrænum“ eggjum

Þýsk varphæna hugar að eggi sem hún hefur orpið úti …
Þýsk varphæna hugar að eggi sem hún hefur orpið úti undir beru lofti. AFP

Yf­ir­völd í Þýskalandi segj­ast hafa hrundið af stað rann­sókn á meint­um svik­um þýskra eggja­bænda sem grunaðir er um að hafa sent frá sér egg sem eru „líf­rænt“ ræktuð þótt ekki séu þau það í raun.

Sak­sókn­ari í Neðra-Saxlandi er að rann­saka nokk­ur hænsna­bú sem selt hafa bæði það sem þau hafa kallað líf­rænt ræktuð egg og egg sem hæn­ur eru sagðar verpa úti und­ir beru lofti.

Rann­sókn af þessu tagi hef­ur að hluta til staðið yfir af hálfu sak­sókn­ar­ans í Old­en­burg í Neðra-Saxlandi frá 2011 og er á loka­stigi. Um 150 eggja­bú í sam­bands­land­inu og 50 í öðrum héruðum Þýska­lands liggja und­ir grun um að svindla á neyt­end­um.

Að sögn viku­rits­ins Spieg­el munu búin ekki upp­fylla skil­yrði sem þurfa vera fyr­ir hendi til að rækt­un geti tal­ist líf­ræn. Þar á meðal sé at­hafna­rými varp­fugls­ins ónógt.  Reyn­ist ásak­an­irn­ar rétt­ar og verði staðfest­ar í rann­sókn­inni er um svik­semi af risa­stærðargráðu að ræða, seg­ir talsmaður neyt­enda­málaráðuneyt­is­ins í Berlín.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert