Spænska lögreglan tilkynnti í dag að hún hefði náð að hafa uppi á stolinni rómverskri mynt sem verðlögð er á 600 þúsund evrur sem jafngildir tæpum 100 milljónum króna.
Í frétt AFP fréttastofunnar segir að hún hafi fundist í lögregluáhlaupum í Barcelona og Madrid í fyrra. Í þeim fundust 867 verðmætar fornar myntir. Sú rómverska er úr bronsi og er talinn um 2000 ára gömul. Á henni má sjá Ágústínus keisara sem álitin er að hafi stjórnað Rómarveldi frá því um 27 árum fyrir kristburð til ársins 14.
Að sögn Antonio Tenerio sem er yfirmaður í lögreglunni í Madrid er myntin mjög þung og einstök sinnar tegundar í veröldinni að því er best er vitað til. Myntinni var stolið frá safnara sem keypti hana á uppboði árið 2002 fyrir 30 þúsund evrur eða tæpar fimm milljónir kr.