Hver rakst á hvern?

Japanskir hvalveiðmenn segja að bát Sea Shepherd hafi verið siglt á eitt skipa sinna sem nú er við veiðar við Suðurskautslandið. Liðsmenn Sea Shepherd segja aftur á móti að hvalveiðimennirnir leggi sig í líma við að láta skip sín rekast á skip og báta samtakanna.

Japanar hafa heitið því að halda hvalveiðum sínum við Suðurskautið áfram þrátt fyrir árekstra við samtökin sem elta japönsku hvalveiðiskipin og  tefja fyrir þeim á ýmsa lund.

Hvalveiðar Japana eru víða fordæmdar, til dæmis hefur Tony Burke, umhverfisráðherra Ástralíu, sagt þær „grimmilegar og ónauðsynlegar“ en hefur þó neitað beiðni Sea Shepherd um að senda skip á staðinn til að fylgjast með veiðunum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert