Átök vegna Harlem Shake í Túnis

Grímuklæddur stúdent við Bourguiba málaskólann í Túnis dansar Harlem shake …
Grímuklæddur stúdent við Bourguiba málaskólann í Túnis dansar Harlem shake og ögrar salafistum. AFP

Til átaka kom í Tún­is í dag milli salafista, heit­trúaðra mús­líma, og stúd­enta í tveim­ur skól­um þegar þeir fyrr­nefndu reyndu að koma í veg fyr­ir gerð mynd­bands með „Har­lem Shake“ dans­in­um svo nefnda sem er nýj­asta æðið í net­heim­um. 

Um tug­ur salafista réðst til inn­göngu í Bourguiba mála­skól­ann í höfuðborg­inni Tún­is í dag til að koma í veg fyr­ir að Har­lem Shake dan­spor­in væru stig­in. „Bræður okk­ar í Palestínu eru drepn­ir af Ísra­els­mönn­um, og þið eruð að dansa,“ æpti einn salafist­anna og bætti því við að hann vildi kenna stúd­ent­um hvers kon­ar hegðun væri „haram“ (leyfð) og hver „halal“ (bönnuð).

Ann­ar í hópi salafist­anna bar á sér bens­ín­sprengju sem hann notaði þó ekki. Stúd­ent­arn­ir hröktu þá út úr skól­an­um og tóku upp dans­inn, að sögn blaðamanns Afp í Tún­is 

Í öðrum skóla utan við borg­ina stóð einnig til að gera sams­kon­ar mynd­band í dag en þar  kallaði skóla­stjór­inn í lög­reglu til að grípa í taum­ana. Stúd­ent­ar brugðust við með grjót­kasti en lög­regla greip þá til tára­gass til að yf­ir­buga þá.

Har­lem shake dans­spor­in sér­kenni­legu hafa farið eins og eld­ur í sinu um heim­inn og marg­ir tekið upp sína út­gáfu af dans­in­um og sett á netið. Salafist­ar í Tún­is hafa hins veg­ar for­dæmt dans­inn sem óhæfi á sam­fé­lags­miðlum.

Á mánu­dag sagði mennta­málaráðherra Tún­is, Abdellatif Abid, að rann­sókn væri haf­in á Har­lem shake dansi stúd­enta um helgi í út­hverfi höfuðborg­ar­inn­ar. Sagði hann hugs­an­legt að ein­hverj­um stúd­ent­um verði vísað úr skóla vegna at­hæf­is­ins.

Í kjöl­farið unnu hakk­ar­ar skemmd­ar­verk á heimasíðu ráðuneyt­is­ins og boð send út á sam­fé­lags­miðlum um að sam­ein­ast í hóp­d­ansi fyr­ir fram­an ráðuneytið á föstu­dag. Stúd­ent­arn­ir í skól­un­um tveim­ur í dag virðast hafa verið að bregðast við þessu. 

Salafist­ar í Tún­is hafa und­an­farið unnið skemmd­ar­verk m.a. á mynd­lista­sýn­ing­um, menn­ing­ar­hátíðum og helgiskrín­um.

Til átaka kom milli stúdenta og salafista í Túnis þegar …
Til átaka kom milli stúd­enta og salafista í Tún­is þegar þeir fyrr­nefndu ætluðu að dansa Har­lem shake. AFP
Til átaka kom milli stúdenta og salafista í Túnis þegar …
Til átaka kom milli stúd­enta og salafista í Tún­is þegar þeir fyrr­nefndu ætluðu að dansa Har­lem shake. AFP
Til átaka kom milli stúdenta og salafista í Túnis þegar …
Til átaka kom milli stúd­enta og salafista í Tún­is þegar þeir fyrr­nefndu ætluðu að dansa Har­lem shake. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert