Ekki einfalt að ganga úr ESB

Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Herman van Rompuy.
Forseti leiðtogaráðs Evrópusambandsins, Herman van Rompuy. AFP

Fyr­ir­ætlan­ir for­sæt­is­ráðherra Bret­lands um að end­ur­semja um veru lands­ins í Evr­ópu­sam­band­inu nýt­ur ekki stuðnings annarra leiðtoga inn­an sam­bands­ins og úr­sögn úr sam­band­inu yrði Bret­um dýr­keypt. Þetta sagði for­seti leiðtogaráðs Evr­ópu­sam­bands­ins, Herm­an van Rompuy, í ræðu sem hann flutti í London í dag.

Van Rompuy sagði enn­frem­ur sam­kvæmt frétt AFP að Bret­ar hefði meiri áhrif á heims­mál­in inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins en utan þess og líkti mögu­legri úr­sögn þeirra úr sam­band­inu við hjóna­skilnað. Þeim væri frjálst að slíta sam­band­inu og það væri full­kom­lega lög­legt en það væri hins veg­ar ekki ókeyp­is.

For­set­inn sagði að fyr­ir­ætlan­ir Dav­ids Ca­meron, for­sæt­is­ráðherra Breta, að end­ur­heimta vald yfir ýms­um sviðum sem fram­selt hef­ur verið til stofn­ana Evr­ópu­sam­bands­ins njóti ekki stuðnings leiðtoga sam­bands­ins. Sömu­leiðis hefði það eng­in áhrif á þá þó Ca­meron hefði boðað þjóðar­at­kvæði um ver­una í Evr­ópu­sam­band­inu 2017.

Þá væri ekki ein­falt að ganga úr Evr­ópu­sam­band­inu. „Þetta er ekki bara spurn­ing um að ganga út. Þetta væri laga­lega og stjórn­mála­lega gríðarlega flókið og óhag­kvæmt mál. Ímyndið ykk­ur bara skilnað eft­ir 40 ára hjóna­band.“ Hann sagði hags­mun­um Breta best borgið inn­an Evr­ópu­sam­bands­ins þar sem þeir gætu beitt sér fyr­ir um­bót­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert