Hefur þú séð Lyubov Orlova?

Lyubov Orlova sést hér við höfnina í St. Johns í …
Lyubov Orlova sést hér við höfnina í St. Johns í fyrra. Dan Conlin/Wikimedia Commons

Drauga­skipið Lyu­bov Or­lova, sem rek­ur nú stjórn­laust um Norður-Atlants­haf, hef­ur vakið mikla at­hygli víða um heim, en ýms­ar get­gát­ur eru nú uppi um hvar skipið sé ná­kvæm­lega. Ástr­ali tek­ur nú þátt í leit­inni með því að halda úti bloggsíðu. Auk þess hef­ur hann m.a. hafið sölu á stutterma­bol­um sem á stend­ur: „Hef­ur þú séð L. Or­lova?“

Blaðamaður The Tel­egram í Kan­ada fjall­ar um málið, en hann bend­ir á að marg­ir séu þeirr­ar skoðunar að það hefði átt að sökkva rúss­neska skemmti­ferðaskip­inu áður en það gat rekið stjórn­laust og mann­laust út á Norður-Atlants­haf. Aðrir eru ekki jafn þung­ir á bár­unni og sjá skipið í öðru ljósi.

„Áður en að skipið er form­lega horfið, þá hef­ur það orðið að einskon­ar goðsögn. Drauga­skipið sem flýt­ur um Norður-Atlants­haf hef­ur vakið at­hygli um all­an heim, jafn­vel í Ástr­al­íu,“ skrif­ar Josh Penn­ell.

Penn­ell sló inn nafnið Lyu­bov Or­lova í leit­ar­vél Google og þá komu upp ýms­ar niður­stöður. M.a. bloggsíða og Face­book-síða þar sem spurt er hvar Lyu­bov Or­lova sé niður­komið. Penn­ell seg­ir að Ástr­ali að nafni Steph [sem vildi ekki koma fram und­ir réttu nafni í grein­inni] sem sé bú­sett­ur í Mel­bour­ne eigi heiður­inn að þess­um síðum.

Fé­lags­fræðileg til­raun

Steph las fyrst um skipið á vef Huff­ingt­on Post þann 21. fe­brú­ar sl. og hef­ur síðan þá fylgst grannt með ferðum þess. Hann seg­ir að þarna hafi gef­ist tæki­færi til að gera einskon­ar fé­lags­fræðilega til­raun.

„Eft­ir að hafa lesið um skipið á net­inu, þá ræddi ég við eig­in­konu mína um leiðir sem eru fær­ar fyr­ir okk­ur til að finna skipið. Vegna skorts á fjár­magni, þá úti­lokuðum við gervi­hnetti og mann­laus loft­för á lista yfir mögu­leg­ar lausn­ir,“ seg­ir hann.

„Að lok­um spratt fram sú hug­mynd að stofna bloggsíðu sem skap­ar grund­völl til að safna upp­lýs­ing­um um draga­skipið. Það má líta á þetta sem litla til­raun þar sem styrk­ur nets­ins að tengja sam­an upp­lýs­ing­ar er rann­sakaður. Vita­skuld er auðvelt fyr­ir rík­is­stofn­un að finna skipið,“ seg­ir Steph.

„Ímyndið ykk­ur hins veg­ar ef venju­legu fólki víða um heim tak­ist í raun að finna drauga­skipið ein­fald­lega með því að safna og sam­eina upp­lýs­ing­um á net­inu,“ bæt­ir hann við.

Hann bend­ir á að marg­ir bát­ar eða skip í einka­eigu séu á ferðinni um höf­in og þau geti mögu­lega komið auga á Lyu­bov Or­lova.

Á bloggsíðunni er að finna tækni­lega upp­lýs­ing­ar um skipið, sögu þess og hvar það hef­ur sést. Þá er seld­ur varn­ing­ur sem teng­ist leit­inni að drauga­skip­inu.

Heit­ir í höfuðið á rúss­neskri kvik­mynda­stjörnu

Rúss­neska skemmti­ferðaskipið Lyu­bov Or­lova var smíðað í Júgó­slav­íu árið 1976 og heit­ir það í höfuðið á rúss­neskri kvik­mynda­stjörnu. Skipið, sem er 4.000 tonn og 100 metra langt, hef­ur verið mikið notað til sigl­inga um heim­skauts­svæðin.

Á vef Wikipedia kem­ur fram, að skipið hafi verið kyrr­sett í St. Johns á Ný­fundalandi í sept­em­ber árið 2010 vegna skuld­ar sem nam um 251.000 döl­um (um 32 millj­ón­ir kr).  Auk þess höfðu all­ir í áhöfn skips­ins, sem voru þá 51 tals­ins, ekki fengið greidd laun í fimm mánuði.

Svo fór að skipið var selt til Neptu­ne In­ternati­onal Shipp­ing í fe­brú­ar í fyrra sem hugðist setja það í brota­járn.

Í lok janú­ar slitnaði skipið aft­an úr drátt­ar­bát sem var að draga það í brota­járn frá St. Johns á Ný­fundna­landi áleiðis til Dom­in­íska lýðveld­is­ins. Í byrj­un fe­brú­ar var skipið að reka í átt að olíu­borpöll­um und­an strönd Ný­fundna­lands þegar brugðið var á það ráð að draga það frá borpöll­un­um og út á rúm­sjó.

Land­helg­is­gæsla Íslands fylg­ist einni grannt með mál­inu og sagði í gær að eng­in leið væri að vita staðsetn­ingu drauga­skips­ins fyrr en sjón­ræn staðfest­ing feng­ist.

Að lok­um má geta þess að Twitter-síða sem er til­einkuð skip­inu er reglu­lega upp­færð. Yf­ir­skrift síðunn­ar er: „Ég er einmana skip sem vill kom­ast heim“.

Einn af bolunum sem eru nú til sölu.
Einn af bol­un­um sem eru nú til sölu.
Sagan segir að skipið reki nú í áttina til Noregs …
Sag­an seg­ir að skipið reki nú í átt­ina til Nor­egs með full­fermi af rott­um. AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert