Kínverjar kaupa bandarískar þotur

Kínverska flugfélagið Air China hyggst festa kaup á 31 þotu til farþega- og vöruflutninga frá Boeing-verksmiðjunum í Bandaríkjunum. Sá fyrirvari er þó gerður að kínversk stjórnvöld leggi blessun sína yfir viðskiptin.

Fram kemur í frétt AFP að Air China hafi í hyggju að kaupa tuttugu Boeing 737-800 farþegaþotur, tvær Boeing 747-8 og eina Boeing 777-300ER. Þá ætli vöruflutningahluti fyrirtækisins að festa kaup á átta Boeing 777.

Heildarverðmæti samningsins er 5,2 milljarðar dala miðað við listaverð Boeing. Fram kemur í tilkynningu frá Air China að kaupin auki flutningagetu fyrirtækisins um 19%. Gert er ráð fyrir að farþegaþoturnar verði afhentar á árunum 2014-2015 og vöruflutningavélarnar 2013-2015.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert