259 tilnefningar til friðarverðlauna

Malala Yousafzai er meðal þeirra sem eru tilnefnd í ár
Malala Yousafzai er meðal þeirra sem eru tilnefnd í ár -

Alls bárust 259 tilnefningar til friðarverðlauna Nóbels í ár og hafa þær aldrei verið jafn margar, samkvæmt upplýsingum frá Nóbelsverðlaunanefndinni. Alls eru 209 einstaklingar og 50 stofnanir tilnefnd í ár. Tilkynnt verður um hver hlýtur hnossið í október en í fyrra var það Evrópusambandið sem varð fyrir valinu.

Meðal þeirra sem eru tilnefndir í ár er pakistanska stúlkan Malala Yousafzai sem var skotin af talíbönum, Bill Clinton fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og fleiri þekktir einstaklingar. Hins vegar er ekki upplýst opinberlega um tilnefningarnar fyrr en fimmtíu árum síðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert