Veðurfar á sterum

AFP

Veðráttan hefur verið Áströlum erfið þetta sumarið og segir yfirmaður Veðurstofu landsins veðurfarið hafa verið á sterum. Sumarið, desember-febrúar, er það heitasta frá upphafi mælinga en Ástralar hafa þurft að glíma við hitabylgjur, skógarelda og flóð undanfarna mánuði.

Veðurstofan hefur gefið út skýrslu um veðurfarið yfir sumarmánuðina og er talað um „Angry Summer“ í skýrslunni. Varað er við því í skýrslunni að hlýnun jarðar eigi einungis eftir að gera hlutina enn verri en þeir eru nú.

Sumarmánuðirnir árið 2012 og 2013 hafa verið afar erfiðir í Ástralíu veðurfarslega séð og gríðarlegir öfgar í veðrinu. Meðal annars miklir hitar og úrhelli.

Þann 7. janúar var meðalhitinn yfir landið allt, það er ríkin 44, 40,3 gráður á Celsíus og er það hæsti meðalhiti sem mælst hefur. Einungis í 21 dag á 102 ára tímabili hefur hitinn farið yfir 39 gráður alls staðar í Ástralíu á sama tíma. Þar af gerðist það átta daga á tímabilinu desember til febrúar nú.

Skógareldar og flóð hafa tekist á í Ástralíu
Skógareldar og flóð hafa tekist á í Ástralíu AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert