Breski herinn yfirgefur Þýskaland

Philip Hammond varnarmálaráðherra Bretlands.
Philip Hammond varnarmálaráðherra Bretlands. LEON NEAL

Philip Hammon, varnarmálaráðherra Bretlands, tilkynnti í dag að þúsundir breskra hermanna yrðu kallaðar heim frá Þýskalandi. Samhliða yrði fjórum herstöðvum í Bretlandi lokað.

Bretar hafa verið með herlið í Þýskalandi í nærri 70 ár. Hammond segir að með þessari ákvörðun sé verið að ljúka ákveðnum kafla. Hann þakkaði ríkisstjórn Þýskalands og þýsku þjóðinni fyrir stuðninginn.

Þessar aðgerðir eru hluti af sparnaði í varnarmálum Bretlands. Það kostar hins vegar mikla fjármuni að loka herstöðvum og færa til herlið. Áætlað er að það kosti um einn milljarð punda að byggja nýjar íbúðir fyrir um 7.800 hermenn sem fluttir verða til. Að auki er áætlað að fjárfesta þurfi um 800 milljónir punda í endurbótum á herstöðvunum í Bretlandi.

Hammond segir að rekstrarkostnaður við herinn muni minnka um 240 milljónir punda árlega með þessum breytingum.

Samhliða því að kalla breska hermenn heim frá Þýskalandi verður herstöðvum í Norður-Yorkshire, Kent, Edinborg og í Pembrokeshire lokað.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert