Afganskur dómstóll dæmdi í dag tuttugu manns í átta mánaða til fimm ára fangelsi fyrir umfangsmikil fjársvik tengdum Kabúl banka. Mennirnir, meðal annars forstjóri bankans og talsmaður hans, sviku út úr bankanum meira en 900 milljónir Bandaríkjadala.
Peningana notuðu mennirnir meðal annars til að greiða fyrir lúxushúsnæði í öðrum löndum. Bankinn sem var sá stærsti í Afganistan féll þegar upp komst um málið árið 2010.