Bandarísk flugmálayfirvöld tilkynntu um það í dag að rannsókn væri hafin á litlu ómönnuðu flugfari sem sást í grennd við JFK alþjóðaflugvöllinn í New York. Flugstjóri hjá Alitalia flugfélaginu greindi flugturninum frá því þegar hann kom inn til lendingar á dögunum.
Flugstjórinn sagði að um hefði verið að ræða lítil flugfar, sem að öllum líkindum var fjarstýrt. Flugfarinu hafi verið flogið um sex til átta kílómetrum suðaustur af flugvellinum í um 1,500 feta hæð.