Rúmlega þúsund flugferðum aflýst í Bandaríkjunum

Gríðarlegur hríðarbylur gengur nú yfir norðurhluta Bandaríkjanna
Gríðarlegur hríðarbylur gengur nú yfir norðurhluta Bandaríkjanna AFP

Gríðarlegur hríðarbylur gengur nú yfir norðurhluta Bandaríkjanna. Rúmlega 1.100 flugvélar komast ekki leiðar sinnar, hundruð skóla eru lokaðir og vegir eru víða ófærir. Stormurinn hefur haft áhrif í fleiri en tólf ríkjum, allt frá Minnisota til Virginíu. Í ríkinu Minnisota er 60 sentímetra jafnfallinn snjór.

Mikið á að snjóa í Chicago í kvöld en samkvæmt veðurstofu landsins mega íbúar borgarinnar eiga von á allt 2,5 sentímetrum af jafnföllum snjó á hverjum klukkutíma. Hundruð snjóruðningsvéla vinna nú að því að ryðja götur borgarinnar en ekki er víst að þeim takist að halda í við snjómagnið.

„Spáð er umtalsverðu magni af snjó og mun það gera ferðalög hættuleg,“ segir í aðvörun veðurstofunnar. „Ferðist aðeins í neyðartilvikum“.

Búist er við að stormurinn nái til New York seint í kvöld eða snemma á morgun. Nokkrum fundum þjóðþingsins hefur þegar verið frestað í Washington.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert