Biður hæstarétt að snúa lögum við

Bill Clinton
Bill Clinton AFP

Fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, Bill Clinton, hvetur hæstarétt Bandaríkjanna til þess að snúa við lögum sem hann undirritaði árið 1996 þar sem hjónaband er skilgreint sem samband milli karls og konu. Segir Clinton lögin óréttlát.

Clinton undirritaði lögin eftir að frumvarpið var samþykkt með yfirgnæfandi meirihluta á þingi. Segir Clinton í grein í Washington Post að hann hafi talið að lögin myndu koma í veg fyrir að samþykkt yrðu lög sem myndu útiloka það að samkynhneigðir gætu gengið í hjónaband. Hann hafi látið yfirlýsingu fylgja með um að lögin mættu aldrei stuðla að mismunum.

Lögin verða tekin fyrir í hæstarétti síðar í mánuðinum.

Grein Clintons í WP í gær

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka