Stöðvaði gildistöku laga um gosdrykki

Talið er að 58% íbúa New York þjáist af offitu …
Talið er að 58% íbúa New York þjáist af offitu eða séu of feitir. TIMOTHY A. CLARY

Dómstóll í New York hefur stöðvað gildistöku laga sem áttu að banna veitingastöðum í New York að selja gosdrykki í stórum skömmtum. Lögin áttu að taka gildi á morgun.

Það voru nokkrir gosdrykkjaframleiðendur sem fóru í mál við borgina út af lagasetningunni. Dómarinn segir í úrskurði sínum að lögin byggðu á geðþótta og duttlungum og stöðvaði gildistöku þeirra.

Samkvæmt lögunum átti veitingahúsum að vera óheimilt að selja gosdrykki í glösum sem tækju meira en 473 millilítra í einu.

Michael Bloomberg borgarstjóri í New York beitti sér fyrir lagasetningunni í þeim tilgangi að reyna að draga úr offitu fólks.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert