Bretar halla sér til hægri

David Cameron, forsætisráðherra Bretlands.
David Cameron, forsætisráðherra Bretlands. AFP

Mikill meirihluti kjósenda í Bretlandi telja að fylgi breska Íhaldsflokksins myndi aukast ef hann tæki harðari afstöðu gagnvart Evrópusambandinu og í innflytjendamálum auk þess að leggja áherslu á hefðbundin fjölskyldugildi. Þetta er niðurstaða nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið ICM gerði fyrir breska dagblaðið Guardian.

Fram kemur í frétt Guardian að 67% aðspurðra telji að Íhaldsflokkurinn yrði meira aðlaðandi valkostur ef flokkurinn tæki harðari afstöðu gagnvart Evrópusambandinu en fjórðungur að svo yrði ekki. Enn fleiri, eða 75%, telja að fylgi íhaldsmanna myndi aukast ef þeir tækju harðari afstöðu gagnvart innflytjendamálum. Þá sögðu 69% að Íhaldsflokkurinn yrði vænlegri valkostur ef þeir myndu halda sig við stuðning við „hefðbundnar fjölskyldur“.

Ennfremur segir í fréttinni að vísbendingar séu um að Bretar séu reiðubúnir að halla sér til hægri í félagslegum málum. Þannig hafi 65% aðspurðra í könnuninni þeirri afstöðu að það sé rangt af efnuðu fólki að sniðganga breska heilbrigðiskerfið og kaupa sér einkarekna heilbrigðisþjónustu og 87% segjast stoltir af því að vera Bretar.

Frétt Guardian

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka