Stjórnvöld í Bandaríkjunum eru að rannsaka hvernig tölvuhakkarar komust yfir upplýsingar um fjármál Michelle Obama forsetafrúar.
Hakkararnir, sem notuðu tölvupóstfang rússneskrar vefsíðu, sendu í tölvupósti upplýsingar um fjármál forsetafrúarinnar og einnig öryggiskóða Robert Mueller, yfirmanns FIB, Eric Holder, dómsmálaráðherra og Charles Beck, yfirmanns lögreglunnar í Los Angeles.
Hakkararnir hafa einnig komist yfir öryggiskóða og fleiri persónulegar upplýsingar sem tengjast Joe Biden varaforseta og Hillary Clinton, fyrrverandi utanríkisráðherra.
Nokkrir þekktir einstaklingar í skemmtanaiðnaði í Bandaríkjunum hafa lent í því að tölvur þeirra hafa verið hakkaðar. Þar má nefna Beyonce og eiginmann hennar Jay-Z, Paris Hilton, Kim Kardashian og Britney Spears. Sama er að segja um Donald Trump, Sarah Palin og Arnold Schwarzenegger.