Svartur reykur úr kapellunni

Svartur reykur barst frá kapellunni til merkis um að ekki …
Svartur reykur barst frá kapellunni til merkis um að ekki væri búið að kjósa nýjan páfa. VINCENZO PINTO

Svartur reykur barst frá strompi í Sixtinskukapellunnar í Vatíkaninu um kl. 18:40 í dag, en það þýðir að ekki náðist samstaða í atkvæðagreiðslu í dag um nýjan páfa. Kardínálarnir 115, sem kjósa páfa, koma saman aftur á morgun og kjósa aftur.

Samkvæmt reglum um páfakjör kjósa kardínálarnir fjórum sinnum á dag þar til einn kardínáli er kominn með 2/3 atkvæða. Hann telst þá réttkjörinn páfi og tekur við af Benedikt XVI. sem sagði óvænt af sér sem páfi í síðasta mánuði.

Engar upplýsingar berast um hvaða kardínálar fá atkvæði meðan á páfakjöri stendur. Einu upplýsingarnar sem berast til umheimsins eru reykjarmerki. Svartur reykur merkir að nýr páfi hefur ekki verið kjörinn og hvítur reykur merkir að nýr páfi hefur verið kjörinn.

Enginn veit hversu langan tíma tekur að kjósa páfa. Árið 2005 var páfi kjörinn á þriðja degi.  Árið 1996 breytti Jóhannes Páll II páfi reglum um kjör páfa þannig að ef enginn hefur fengið tvo þriðju hluta atkvæða eftir þrettán daga dugar hreinn meirihluti.

Fjöldi manns var á Péturstorginu í Róm í dag og …
Fjöldi manns var á Péturstorginu í Róm í dag og í kvöld. VINCENZO PINTO
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert