Þingmanni bannað að fara á barinn

Breski þingmaðurinn Eric Joyce.
Breski þingmaðurinn Eric Joyce. ericjoyce.co.uk

Eric Joyce, þingmanni á breska þinginu, hefur verið bannað að sækja bari sem eru í þinghúsinu. Ákvörðun um þetta var tekin í kjölfar slagsmála sem hann stóð fyrir á einum vínveitingastað í þinghúsinu. Hann var í kjölfarið handtekinn.

Í fyrra var Joyce dæmdur til 12 mánaða samfélagsþjónustu eftir kráarslagsmál, þar sem hann barði á fjórum þingmönnum. Honum var í kjölfarið vikið úr Verkamannaflokknum. Síðan þá hefur hann setið á þingi sem óháður þingmaður fyrir Falkirk-kjördæmi á Skotlandi.

Þegar Joyce lét ófriðlega í þinginu í þessari viku voru tveir lögreglumenn kallaðir til aðstoðar. Hann lét sér ekki segjast og kom til slagsmála milli hans og þeirra.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka