Í áfalli yfir harkalegum skilmálum

Sparifjáreigendur verða að súpa seyðið af neyðarláni sem ætlað er …
Sparifjáreigendur verða að súpa seyðið af neyðarláni sem ætlað er að forða Kýpur frá gjaldþroti. Wikipedia/EUCyprus

Kýp­verj­ar eru slegn­ir yfir fregn­um af ströng­um lána­skil­mál­um sem kveða á um stór­fellda skatt­álagn­inu á spari­fjár­eig­end­ur í land­inu. Auk annarra skil­mála var kveðið á um að skatt­ar yrðu greidd­ir af öllu sparnaði í land­inu til að koma til móts við neyðarlán sem alþjóðagjald­eyr­is­sjóður­inn veitti land­inu sem nú er á helj­arþröm skulda og verðbólgu. 

Fjár­málaráðherr­ar Evru­ríkj­anna samþykktu í gær að veita Kýp­ur neyðarlánið, að upp­hæð 10 millj­arða evra, til að koma í veg fyr­ir að gjaldþrot rík­is­ins. Sam­komu­lag náðist eft­ir viðræður sem fram fóru í Brus­sel á milli ráðherr­anna og full­trúa Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins.

Auk þess sem kýp­versk­um stjórn­völd­um er gert að greiða skatta af lán­inu eru þau skil­yrði eru sett fyr­ir lán­veit­ing­unni að stjórn­völd í Kýp­ur grípi til aðgerða til að rétta af fjár­laga­hall­ann, draga úr stærð banka­kerf­is­ins og hækka skatta.

Skatt­ur­inn sem rík­is­stjórn Kýp­ur mun þurfa að reiða af hendi nem­ur allt að 10% sem leggst ofan á sparnað, sam­kvæmt því sem fram kem­ur á vef BBC.

Eft­ir að þess­ir skil­mál­ar lán­tök­unn­ar urðu ljós­ir gripu marg­ir íbú­ar lands­ins til þess ráðs að taka spari­fé út úr hraðbönk­um. Há­vær­ar óánægjuradd­ir heyr­ast víða og virðast marg­ir á þeirri skoðun að skil­mál­arn­ir séu ósann­gjarn­ir og komi þegn­um lands­ins illa.

„Sárs­auka­fullt skref“
Neyðarláns­sam­komu­lagið grein­ir sig frá fyrri úrræðum Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins við skulda­vanda Evru­ríkja og þykir marka nýja tíma í bar­átt­unni við krepp­una sem rík­ir á svæðinu.

For­seti Kýp­ur, Nicos An­astasia­des varði lán­tök­una og sagði hana vera „sárs­auka­fullt skref“ sem nauðsyn­legt væri að taka til að forðast gjaldþrot rík­is­ins. Helsta kosn­ingalof­orð An­astasia­des­ar, sem sigraði for­seta­kosn­ing­ar í síðasta mánuði, var að tækla skulda­mál lands­ins af krafti. Hann mun flytja þjóðinni ávarp síðar í dag. 

Skatt­arn­ir sem þegn­um Kýp­ur er gert að greiða eru á þá vegu að þeir sem eiga spari­fé und­ir 100.000 evr­um borgi af því 6,75%. Þeir sem eiga hærri upp­hæð en 100.000 inni á spari­reikn­ing­um skulu borga 9.9%. Skatt­arn­ir skulu greidd­ir í einu lagi.

Lána­veit­end­ur hafa legið und­ir ámæli fyr­ir að gera ráð fyr­ir að hætt­an á auk­inni kreppu á evru­svæðinu sé liðin hjá.

Þó svo að Kýp­ur sé á meðal smæstu efna­hags­kerfa inn­an svæðis­ins, eða það þriðja minnsta, þá gætu al­var­leg­ar af­leiðing­ar hlot­ist af gjaldþroti þess. Meðal ann­ars myndi það skaða stærri ríki á borð við Spán og Ítal­íu sem nú þegar tefla á tæp­asta vaði í skulda­mál­um. 

Ræna ævi­sparnaðinum

Kýp­ur er fimmta landið sem þigg­ur fjár­hags­lega aðstoð frá öðrum evru­ríkj­um. Áður hafa Grikk­land, Írland, Portúgal og Spánn þegið hjálp af þeim toga. 

Skatta­álagn­ing­in tek­ur gildi á þriðju­dag, en gripið hef­ur verið til aðgerða til að koma í veg fyr­ir milli­færsl­ur sem gerðar eru til að kom­ast hjá skatta­greiðsl­un­um.

„Þetta er rán og við verðum að þrýsta á að Evr­ópu­sam­bandið komi í veg fyr­ir þetta,“ sagði Alan, viðmæl­andi BBC og spari­fjár­eig­andi í Kýp­ur. „Við för­um á eft­ir­laun og leggj­um ævi­sparnaðinn inn á reikn­ing. Nú virðist svo vera sem þeir geti tekið pen­ing­ana okk­ar í leyf­is­leysi og sagt okk­ur síðan að við séum hlut­haf­ar í gjaldþrota banka,“ bæt­ir hann við.

Tengd frétt: Kýp­ur fær neyðarlán

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert