Umdeild skattlagning á sparnað

00:00
00:00

Þing Kýp­ur hef­ur frestað umræðum sem áttu að fara fram í dag um skil­mála fyr­ir neyðarláni sem Evr­ópu­sam­bandið ætl­ar að beita Kýp­ur. Nicos An­astasia­des, for­seti Kýp­ur, seg­ir að sam­komu­lagið sé sárs­auka­fullt fyr­ir lands­menn en nauðsyn­legt ef kom­ast eigi hjá hruni banka­kerf­is­ins.

Stjórn­ar­andstaðan í Kýp­ur hef­ur mót­mælt sam­komu­lag­inu harðlega og BBC seg­ir að al­menn hneyksl­an og reiði hafi gripið um sig meðal al­menn­ings á Kýp­ur. Biðraðir mynduðust víða við hraðbanka þar sem fólk reyndi að taka út pen­inga áður en sparnaður­inn yrði skattlagður.

Þingum­ræður um neyðarlánið, sem áttu að hefjast í dag, hefjast á morg­un, að því er fram kem­ur í fjöl­miðlum á Kýp­ur. Flokk­ur for­set­ans er með 20 sæti á þing­inu þar sem sitja 56 þing­menn. For­set­inn þarf því stuðning frá öðrum flokk­um til að koma sam­komu­lag­inu í gegn um þingið.

Sam­komu­lag milli stjórn­valda á Kýp­ur og ESB fel­ur m.a. í sér að lagður verður allt að 10% skatt­ur á bankainni­stæður. Hæst­ur verður skatt­ur­inn á fjár­hæðir sem eru yfir 100.000 evr­um.

Mörg Evru­ríki voru treg til að nota fé skatt­greiðenda í Evr­ópu til að aðstoða er­lenda viðskipta­vini banka á Kýp­ur. Rúss­nesk­ir auðmenn og fleiri út­lend­ing­ar eiga háar upp­hæðir í bönk­um á Kýp­ur.

Þá hafa marg­ir áhyggj­ur af því í Evr­ópu hvaðan fjár­mun­irn­ir koma, þ.e. hvort þeirra hafi verið aflað með lög­leg­um hætti. Enn­frem­ur hafa menn áhyggj­ur af því hvernig Kýp­ur stend­ur sig í bar­átt­unni við pen­ingaþvætti.

Skatt­in­um er ætlað að tryggja að þess­ir fjár­fest­ar leggi sitt af mörk­um í björg­un­ar­pakk­ann. Al­menn­ir spari­fjár­eig­end­ur á Kýp­ur þurfa hins veg­ar einnig að greiða skatt af spari­fé.

Sam­komu­lagið fel­ur í sér að ESB mun veita Kýp­ur 10 millj­arða evra neyðarlán til að koma í veg fyr­ir að ríkið verði gjaldþrota. Þau skil­yrði eru sett fyr­ir lán­veit­ing­unni að stjórn­völd í Kýp­ur grípi til aðgerða til að rétta af fjár­laga­hall­ann, draga úr stærð banka­kerf­is­ins og hækka skatta.

Bank­ar í Kýp­ur tóku á sig mik­inn skell vegna krepp­unn­ar á Grikklandi. Þeir þurftu að af­skrifa mikið af lán­um vegna taps grískra banka.

Kona og maður taka peninga út úr harðbanka í Nicosíu, …
Kona og maður taka pen­inga út úr harðbanka í Nicos­íu, höfuðborg Kýp­ur. HAS­AN MROUE
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert