Mótmæltu við kýpverska þingið

Hundruð Kýpverja mótmæltu fyrir utan þinghúsið þar í landi gegn sértækum skatti á bankainnistæður sem til stóð að leggja á. Skatturinn var hluti af samkomulagi við Evrópusambandið og Alþjóðagjaldeyrissjóðinn um neyðarlán.

Mótmælendur sökuðu lánardrottna á evrusvæðinu um að meðhöndla sparifjáreigendur þar í landi sem marsvín.

Fjármálaráðherrar evruríkjanna ákváðu í kvöld að ekki yrði lagður á sértækur skattur á inneignir undir 100.000 evrum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert