Nýleg upptaka af símtali Lyndon B. Johnson, þáverandi Bandaríkjaforseta, þykir sýna fram á að Richard M. Nixon hafi með afskiptum sínum af friðarviðræðum Norður- og Suður Víetnama komið í veg fyrir að friður næðist í Víetnamstríðinu árið 1968. Stríðið hélt áfram allt til ársins 1975.
Ástæður þessa eru sagðar þær að Nixon vildi ekki ljúka stríðuni fyrr en eftir kosningarnar til að sýna fram á að Demókratar væru ófærir um að ljúka því. Meðfylgjandi er upptaka af símtalinu