Afríska Dúbaí rís í Lagos

00:00
00:00

Skýja­kljúf­ar og snekkj­ur verða á hverju strái í nýju hverfi sem stend­ur til að byggja upp í Lagos, höfuðborg Níg­er­íu. Gert er ráð fyr­ir að fyrsta bygg­ing­in rísi á næstu tveim­ur árum en hverfið verði full­klárað í kring­um árið 2030. Það hef­ur þegar verið nefnt hið afr­íska Dúbaí.

Í nýja hverf­inu, Eko Atlantic, verður hús­næði fyr­ir 250 þúsund manns auk þess sem talið er að 150 þúsund manns eigi eft­ir að geta fundið sér þar at­vinnu. Verk­efnið nýt­ur meðal ann­ars vel­vilja Bills Cl­int­on, fyrr­ver­andi for­seta Banda­ríkj­anna, sem var gest­ur á hátíð til­einkaðri Eko Atlantic á dög­un­um. „Byggj­um eitt­hvað fal­legt, eitt­hvað sem end­ist, eitt­hvað sem skap­ar tæki­færi, at­vinnu og von,“ sagði Cl­int­on í ræðu sinni.

Eko Atlantic verður með eig­in raf­stöð og vatns­hreins­un til að tryggja orku­ör­yggi og að hreint vatn verði í boði á hverju heim­ili.

Verk­efnið hef­ur einnig verið gagn­rýnt tölu­vert. Í Lagos búa 15 millj­ón­ir manns og þurfa marg­ir að sætta sig við raf­magns­leysi meiri­hluta sól­ar­hrings­ins. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert