Landgönguliðar létust við æfingar

Bandarískir hermenn.
Bandarískir hermenn. AFP

Sjö bandarískir landgönguliðar létu lífið og átta aðrir særðust þegar skot úr sprengjuvörpu sprakk í henni við heræfingar í Nevada í gær. Samkvæmt frétt AFP var um að ræða 60 mm skot en lagt hefur verið bann við frekari notkun slíkra sprengjuvarpa á meðan rannsókn fer fram á málinu.

Haft er eftir Jim Lukeman, hershöfðingja, að landgönguliðarnir hafi verið við æfingar í Hawthorne-herstöðina þegar slysið hafi átt sér stað en hann tók sjálfur þátt í æfingunum. Í stað þess að skjótast úr sprengjuvörpunni sat skotið fast í henni og sprakk síðan. „Við vitum ekki enn hvað olli þessari bilun,“ segir Lukeman.

Fram kemur í fréttinni að Barack Obama, Bandaríkjaforseti, og Chuch Hagel, varnarmálaráðherra, hafi verið tilkynnt um slysið og að þeir hafi þegar sent frá sér samúðarkveðjur vegna þess.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka