Kýpverjar samþykkja „samstöðusjóð“

Um 1000 grískir þjóðernissinnar mótmæltu til stuðnings Kýpur við þýska …
Um 1000 grískir þjóðernissinnar mótmæltu til stuðnings Kýpur við þýska sendiráðið í Aþenu í kvöld. AFP

Þjóðþing Kýp­ur samþykkti nú í kvöld, rétt fyr­ir miðnætti að staðar­tíma, fyrstu tvo liðina af átta skref­um sem rík­is­stjórn­in setti fram í ör­vænt­ing­ar­fullri til­raun til að koma til móts við Evr­ópu­sam­bandið, sem hef­ur gefið Kýp­ur lokafrest til mánu­dags til að upp­fylla skil­yrði lána­fyr­ir­greiðslu.

Meiri­hluti þing­manna samþykkti s.k. „sam­stöðusjóð“ sem stofnað verður til með því að þjóðnýta líf­eyr­is­sjóði lands­ins. Þá samþykkti þingið einnig viðskipta­höft sem koma eiga í veg fyr­ir að áhlaup verði gert á banka lands­ins, þegar þeir opna aft­ur á þriðju­dag eft­ir viku­langa lok­un.

At­kvæðin féllu eft­ir lang­ar umræður milli leiðtoga þing­flokk­anna um hvernig unnt verði að ná því mark­miði að tryggja 5,8 millj­arða evru sjóð, til að frá ESB og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum fá­ist greitt út 10 millj­arða evru neyðarlán. Ná­ist það ekki hef­ur Seðlabanki Evr­ópu hótað því að lokað verði á all­ar lánalín­ur til kýp­verskra banka.

Þingið á enn eft­ir að af­greiða um­deild­ari aðgerðir sem rík­is­stjórn­in legg­ur til, þar á meðal  15% skatt á bankainni­stæður hærri en 100.000 evr­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka