Næstu klukkustundir ráða úrslitum

Samkvæmt AFP-fréttastofunni er Evrópusambandið tilbúið til að leysa Kýpur frá …
Samkvæmt AFP-fréttastofunni er Evrópusambandið tilbúið til að leysa Kýpur frá evrusamstarfinu til að koma í veg fyrir að ástandið í landinu smitist yfir til annarra evruríkja sem eiga í erfiðleikum. AFP

Kýpverska þingið mun koma saman á neyðarfundi eftir hádegi í dag þar sem ákveða á næstu skrefin í að bregðast við skuldavanda þjóðarinnar. Talsmaður ríkisstjórnar landsins segir að taka þurfi „stórar ákvarðanir“ og bregðast við erfiðum álitamálum, sem margar hverjar verði sársaukafullar.

Ræða á átta aðgerðir sem miða að því að tryggja það lágmarksfé sem þarf til að tryggja aðstoð Evrópusambandsins og Alþjóðagjaldeyrissjóðsins, 5,8 milljarða evra.

Næstu klukkustundir munu skera úr um framtíð þessarar þjóðar. Við verðum öll að axla þá ábyrgð sem okkur ber,“ segir Christos Stylianides talsmaður stjórnarinnar í fréttatilkynningu sem send var út í dag.

Samkvæmt AFP-fréttastofunni er Evrópusambandið tilbúið til að leysa Kýpur frá evrusamstarfinu til að koma í veg fyrir að ástandið í landinu smitist yfir til annarra  evruríkja sem eiga í erfiðleikum;  Grikklands, Spánar og Ítalíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert