Kýpurdeilan rædd í Brussel

Almenningur á Kýpur er afar ósáttur við stöðu mála en …
Almenningur á Kýpur er afar ósáttur við stöðu mála en ríkið rambar á barmi gjaldþrots. AFP

For­seti Kýp­ur, Nicos An­astasia­des, og leiðtog­ar stjórn­mála­flokka munu fara til Brus­sel í dag og funda með leiðtog­um Evr­ópu­sam­bands­ins. Þar rætt verður um til hvaða aðgerða verður hægt að grípa til þess að forða eyj­unni frá gjaldþroti.

Sendi­nefnd­in fer frá Kýp­ur um há­degi og snýr aft­ur heim annað hvort seint í kvöld eða á morg­un en á mánu­dag renn­ur út  frest­ur sem Seðlabanki Evr­ópu gaf stjórn­völd­um á Kýp­ur til að reiða fram 5,8 millj­arða evra trygg­ingu fyr­ir 10 millj­arða neyðarláni frá Evr­ópu­sam­band­inu og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðnum.

Þingið á Kýp­ur samþykkti í gær hluta af aðgerðum sem rík­is­stjórn lands­ins hef­ur lagt til svo að landið fá neyðarfjár­hagsaðstoð frá Evr­ópu­sam­band­inu.

Samþykkt var að stofna sér­stak­an „sam­stöðusjóð“ með fé sem fengið verður með þjóðnýt­ingu á líf­eyr­is­sjóðum. Þá samþykktu þing­menn að setja á gjald­eyr­is­höft til að koma í veg fyr­ir áhlaup á banka þegar þeir opna loks á þriðju­dag eft­ir tveggja vikna lok­un.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert
Loka