Forseti Kýpur, Nicos Anastasiades, og leiðtogar stjórnmálaflokka munu fara til Brussel í dag og funda með leiðtogum Evrópusambandsins. Þar rætt verður um til hvaða aðgerða verður hægt að grípa til þess að forða eyjunni frá gjaldþroti.
Sendinefndin fer frá Kýpur um hádegi og snýr aftur heim annað hvort seint í kvöld eða á morgun en á mánudag rennur út frestur sem Seðlabanki Evrópu gaf stjórnvöldum á Kýpur til að reiða fram 5,8 milljarða evra tryggingu fyrir 10 milljarða neyðarláni frá Evrópusambandinu og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum.
Þingið á Kýpur samþykkti í gær hluta af aðgerðum sem ríkisstjórn landsins hefur lagt til svo að landið fá neyðarfjárhagsaðstoð frá Evrópusambandinu.
Samþykkt var að stofna sérstakan „samstöðusjóð“ með fé sem fengið verður með þjóðnýtingu á lífeyrissjóðum. Þá samþykktu þingmenn að setja á gjaldeyrishöft til að koma í veg fyrir áhlaup á banka þegar þeir opna loks á þriðjudag eftir tveggja vikna lokun.