Kýpverjar reyna á þolinmæði Merkel

Angela Merkel
Angela Merkel AFP

Ang­ela Merkel, kansl­ari Þýska­lands, var­ar kýp­verska ráðamenn við því að að taka sér of lang­an tíma við ákvörðun sína um það hvort landið muni þiggja lán Evr­ópu­sam­bands­ins og Alþjóðagjald­eyr­is­sjóðsins.

Jafn­framt kvart­ar hún und­an því að kýp­versk stjórn­völd hafi ekki haft sam­band við þessa aðila í nokkra daga og því óljóst hvar hug­ur Kýp­verja stæði gagn­vart lána­til­boðinu.

For­senda fyr­ir rúm­lega 10 millj­arða evra láni er sú að að kýp­versk stjórn­völd safni einnig 5,8 millj­örðum evra í björg­un­ar­sjóð lands­ins. Skatt­ur á inni­stæður lands­manna var felld­ur í vik­unni en hann var hluti af til­lög­um um að fjár­magna hluta Kýp­verja í samn­ingn­um.

Merkel staðfesti jafn­framt að til­lögu kýp­verskra stjórn­valda um að sækja pen­ing­ana í líf­eyr­is­sjóði lands­manna, hefði verið hafnað. „Evr­ópu­sam­bandið má hvergi hvika frá sinni grund­vall­ar­stefnu,“ seg­ir Merkel. 

AFP seg­ir frá.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert