Enn falla einhyrndir nashyrningar

Horn nashyrninga eru eftirsótt vara víða í Asíu.
Horn nashyrninga eru eftirsótt vara víða í Asíu. AFP

Hópur veiðiþjófa drápu einhyrndan nashyrning á Kaziranga verndarsvæðinu í norðausturhluta Indlands en hræ dýrsins fannst í gær. Fáir einhyrndir nashyrningar eru eftir og dráp á þeim eru ólögleg. Engu að síður hafa 15 nashyrningar fallið fyrir höndum veiðiþjófa á svæðinu í ár.

Tveir nashyrningar hafa verið drepnir á tveimur dögum og að sögn þjóðgarðsvarðar. Segir hann veiðiþjófana notast við sjálfvirk vopn og riffla til þess að fella dýrið. Eru horn Nashyrninga tekin og hræin skilin eftir. Horn nashyrninga eru eftirsótt vara víða í Asíu.  

Stærsti markaðurinn fyrir þau er í Kína þar sem þau eru notuð við lyfjagerð og í skartgripi. Í Víetnam eru hornin talin hjálpa í baráttu við krabbamein auk þess að vera frjósemislyf.

21 nashyrningur féll í þjóðgarðinum í Kaziranga á síðasta ári. Stofn einhyrndra nashyrninga er talinn 3.300 dýr og hefur verið á uppleið eftir að hann var nær útdauður snemma á tíunda áratug síðustu aldar.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert