Há sjálfsvígstíðni ungra karla

Sjálfsvíg er helsta dánarorsök ungra karlmanna í Bretlandi, samkvæmt upplýsingum frá þarlendum hjálparsamtökum.

Samkvæmt nýjum tölum fjölgaði sjálfsvígum mjög árið 2011 en alls frömdu 6.045 Bretar sjálfsvíg það ár, að því er segir í frétt á vef Sky. Af þeim voru 4.552 karlar.

Flestir þeirra sem frömdu sjálfsvíg voru karlar á aldrinum 30-44 ára og er ástæðan mjög oft rakin til kreppunnar í Bretlandi. 

Sjá nánar hér

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert