Bankar á Kýpur áfram lokaðir

Kaffihúsagestur í Níkósíu fylgist með forseta landsins flytja sjónvarpsávarp.
Kaffihúsagestur í Níkósíu fylgist með forseta landsins flytja sjónvarpsávarp. AFP

Seðlabanki Kýp­ur seg­ir að all­ir bank­ar lands­ins verði lokaðir til næsta fimmtu­dags. Gripið verður til tíma­bund­inna ráðstaf­ana varðandi út­tekt­ir þegar þeir opna, þrátt fyr­ir að sam­komu­lag hafi náðst við ESB og AGS um 10 millj­arða evra neyðarlán.

Þetta kem­ur fram á vef breska rík­is­út­varps­ins. Stjórn­völd í Kýp­ur voru búin að gefa það út að all­ir bank­ar lands­ins, nema þeir tveir stærstu, myndu opna í dag. Marg­ir bjugg­ust við því að með sam­komu­lag­inu þá væri hægt að opna bank­ana í dag.

Seðlabank­inn seg­ir að ákveðið hafi verið að halda öll­um bönk­um lokuðum til að tryggja að banka­kerfið starfaði eðli­lega.

Öllum bönk­um lands­ins var lokað fyr­ir viku eft­ir fyrstu til­raun stjórn­valda til að finna leið tli að afla þess fjár sem þurfti til að ná sam­komu­lagi við ESB og AGS um lán. Þingið hafnaði þeirri leið en sam­kvæmt henni hefðu þeir sem hefðu átt lág­ar inni­stæðueig­end­ur orðið fyr­ir miklu höggi líkt og þeir sem áttu geymdu stór­ar fjár­hæðir í bönk­un­um.

Það var sett sem skil­yrði fyr­ir lán­veit­ing­unni að Kýp­ur myndi sjá sjálft um að afla 5,8 millj­arða evra. Meiri­hluti upp­hæðar­inn­ar mun koma frá inni­stæðueig­end­um sem áttu yfir 100.000 evr­ur í Kýp­ur­banka og Laiki banka.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert