Norður-Kórea hótar að ráðast á Bandaríkin

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, virðir fyrir sér líkön af hergögnum.
Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu, virðir fyrir sér líkön af hergögnum. AFP

Yf­ir­völd í Norður-Kór­eu hafa búið sig und­ir hernaðarátök og gefið stór­skota­liði og eld­flauga­sveit­um fyr­ir­skip­an­ir um að und­ir­búa árás­ir á meg­in­land Banda­ríkj­anna, Havaí og Gvam. Þetta seg­ir rík­is­frétta­stofa lands­ins.

Í yf­ir­lýs­ingu frá yf­ir­stjórn kór­eska alþýðuhers­ins er öll­um stór­skota­liðsher­mönn­um, þar á meðal eld­flauga­sveit­um, gert að búa sig und­ir átök.

Her­menn skulu vera bún­ir und­ir að ráðast á all­ar banda­rísk­ar her­stöðvar í Kyrra­hafi við Asíu, þar á meðal meg­in­land Banda­ríkj­anna, Havaí og Gvam. Einnig skulu þeir búa sig und­ir að ráðast á Suður-Kór­eu.

Þrátt fyr­ir að norðurkór­esk­um yf­ir­völd­um hafi tek­ist að skjóta lang­drægri eld­flaug á loft í des­em­ber, þá telja flest­ir sér­fræðing­ar að Norður-Kór­eu­menn eigi enn langt í land með að ná að smíða eld­flaug sem hægt er að skjóta yfir til Banda­ríkj­anna. 

Skip­un yf­ir­stjórn­ar kór­eska alþýðuhers­ins kem­ur aðeins nokkr­um dög­um eft­ir að Banda­rík­in og Suður-Kórea gerðu með sér hernaðarsam­komu­lag. Í því felst m.a. að her­sveit­ir þjóðanna bregðist við og taki hönd­um sam­an hafi N-Kórea í hót­un­um við þau. Þá skipt­ir eng­um toga hvort um sé að ræða minni­hátt­ar eða meiri­hátt­ar hót­an­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert