Króatía fær grænt ljós

Forseti framkvæmdastjórnar ESB, Jose Manuel Barroso ásamt forsætisráðherra Króatíu, Zoran …
Forseti framkvæmdastjórnar ESB, Jose Manuel Barroso ásamt forsætisráðherra Króatíu, Zoran Milanovic AFP

Evr­ópu­sam­bandið tel­ur að Króatía stand­ist þær kröf­ur sem sett­ar eru fyr­ir inn­göngu í sam­bandið og hef­ur lagt bless­un sína yfir að taka Króa­tíu inn í júlí. Með því verður Króatía 28. landið til að fá aðild að ESB.

Sam­kvæmt skýrslu ESB um Króa­tíu þarf landið að gera bet­ur í bar­átt­unni gegn glæp­a­starf­semi, svo sem spill­ingu og skipu­lagðri glæp­a­starf­semi. Fáir dóm­ar séu kveðnir upp vegna skipu­lagðrar glæp­a­starf­semi. Eins séu dóm­ar væg­ir í spill­ing­ar­mál­um, séu menn dæmd­ir fyr­ir slík brot. Dóm­arn­ir eru oft skil­orðsbundn­ir og lítið um eigna­upp­töku.

Króat­ar kjósa sína fyrstu þing­menn á Evr­ópuþingið hinn 14. apríl en alls verða kjörn­ir 12 þing­menn sem er gert að starfa í eitt ár. Næst verður kosið til Evr­ópuþings­ins árið 2104 og þá til fimm ára.

Króatía verður ríki núm­er tvö af þeim ríkj­um sem áður til­heyrðu Júgó­slav­íu. Níu ár eru síðan Slóven­ía gekk í ESB.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert