Prentuðu evrur í gríð og erg

Hluti fölsuðu 50 evruseðlanna sem lögreglan lagði hald á í …
Hluti fölsuðu 50 evruseðlanna sem lögreglan lagði hald á í gær Af vef Europol

Lög­regl­an í Króa­tíu, með aðstoð Europol, stöðvaði pen­inga­verk­smiðju í Króa­tíu en þar höfðu falsaðar evr­ur verið prentaðar í gríð og erg. Alls voru átján hand­tekn­ir en einn þeirra hótaði lög­reglu með hand­sprengju þegar lög­regl­an réðst til at­lögu.

Glæpa­hóp­ur­inn sem stóð að pen­inga­föls­un­inni hóf starf­sem­ina í októ­ber í fyrra en sér­svið þeirra var prent­un á 50 evru seðlum. Alls tóku 150 lög­reglu­menn þátt í aðgerðunum í fimm borg­um Króa­tíu: Bj­elov­ar, Ca­ko­vec, Koprivnica, Varazd­in og Za­greb. Sjálf prent­smiðjan var til húsa í Bj­elov­ar.

Glæpa­maður­inn sem ógnaði lög­regl­unni var hand­tek­inn í Za­greb. Lög­regl­an yf­ir­bugaði mann­inn áður en hann náði að henda sprengj­unni og eng­inn særðist.

Talið er að all­ir þeir sem til­heyrðu glæpa­hópn­um hafi verið hand­tekn­ir í gær. Hald var lagt á prent­búnað, 3.600 ein­tök af 50 evru­seðlum eða alls 180 þúsund evr­ur. Auk 63 pakkn­inga af 50 punda seðlum sem átti eft­ir að snyrta til, sam­kvæmt frétt á vef Europol.

mbl.is
Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert