Biðraðir og vopnaðir verðir við banka

AFP

Banka­úti­bú opnuðu klukk­an tíu á Kýp­ur í morg­un og eru vopnaðir lög­regluþjón­ar við flesta þeirra. Biðraðir voru við ein­hver úti­bú enda hafa Kýp­verj­ar ekki getað stundað bankaviðskipti í tólf daga.

Við ein­hver banka­úti­bú var tauga­titr­ing­ur meðal þeirra sem stóðu í biðröð og þegar ekki var opnað á slag­inu 12 að staðar­tíma hóf fólk að berja á dyr úti­bú­anna.

Kýpurá­hrif­in hafa verið tölu­verð á markaði und­an­farna daga og í dag lækkuðu flest­ir fjár­mála­markaðir enda í fyrsta skipti sem evru-ríki set­ur á gjald­eyr­is­höft í lík­ingu við þau sem gilda á Ísland. Voru höft­in sett til þess að koma í veg fyr­ir áhlaup á bank­ana.

Þetta verður mjög erfiður dag­ur. Orðbragðið verður ekki gott og mik­il reiði verður meðal fólks, seg­ir Phil­ippos Phil­ippou í sam­tali við AFP frétta­stof­una fyr­ir utan Laiki bank­ann á Mak­ari­os stræti í Ní­kos­íu. Phil­ippou er at­vinnu­laus raf­virki.

Fimm gám­ar full­ir af evr­um, millj­örðum evra, voru flutt­ir í höfuðstöðvar Seðlabank­ans í gær­kvöldi að sögn ljós­mynd­ara AFP. Þyrla og lög­regla fylgdi pen­inga­flutn­ing­un­um. Þrátt fyr­ir að búið sé að opna banka lands­ins er kaup­höll­in á Kýp­ur enn lokuð. 

AFP
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert