Krossfest að venju á Filippseyjum

Venju samkvæmt fylgdist fjöldi manna með því á Filippseyjum í dag þegar hópur kaþólikka lét krossfesta sig. Þrátt fyrir að kaþólska kirkjan sé á móti athöfninni fer hún fram þennan dag árlega. Markmiðið er að upplifa þjáningar Krists á eigin skinni og iðrast. 

Auk þess að láta krossfesta sig tekur fólkið einnig þátt í sjálfshýðingu og er athöfnin afar blóðug. Kona ein sem ræddi við AFP-fréttaveituna tók börn sín með til að sýna þeim þær þjáningar sem Jesús Kristur gekk í gegnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert