Heilsufar Nelsons Mandela, fyrrverandi forseta Suður-Afríku og handhafa Friðarverðlauna Nóbels., hefur verið nokkuð stöðugt í dag, en hann var fluttur á sjúkrahús í fyrrakvöld vegna sýkingar í lungum. Mandela, sem er 94 ára, hefur verið heilsuveill undanfarna mánuði og var lengi á sjúkrahúsi vegna lungnasýkingar fyrr í vetur.
Í tilkynningu frá Jacob Zuma, forseta landsins, segir að líðan Mandela sé góð og að hann verði áfram undir eftirliti á sjúkrahúsinu.
Mandela fékk lungnabólgu árið 1988 undir lok nærri þriggja áratuga langrar vistar sinnar í stofufangelsi. Fjöldi þjóðarleiðtoga hefur látið í ljós áhyggjur af heilsu hans og líðan og Suður-Afríkubúar og fólk víða um veröld biður nú fyrir heilsu hans.
Frétt mbl.is: Mandela fluttur á sjúkrahús