Yfir 200 Lettar hætt komnir á ísjaka

Dorgveiði er vinsæl í Lettlandi, en árlega þarf að bjarga …
Dorgveiði er vinsæl í Lettlandi, en árlega þarf að bjarga tugum dorgveiðimanna úr hremmingum. Myndin er úr myndasafni.

Björgunarsveitir í Lettlandi björguðu í dag rúmlega 200 manns, sem rak á ísjökum í Rígaflóa, sem er í Eystrasaltinu, á milli Eistlands og Litháen. Flestir þeirra, sem voru á jökunum, voru dorgveiðimenn sem höfðu verið að dorga í gegnum vakir á ísnum.

Fólkinu var bjargað með þyrlum, sem tóku 20 manns í einu. Engin slys urðu á fólki.

Ísdorg er afar vinsælt í Lettlandi og margir stunda það yfir páskahátíðina. Á hverju ári þarf að bjarga tugum dorgveiðimanna og nokkrir drukkna á ári hverju þegar þeir fara út á ís, sem er of þunnur til að bera þá.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert