Rússar hvetja til ábyrgðar og stillingar

Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-Un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP

Stjórnvöld í Rússlandi hvetja Bandaríkjamenn og Suður-Kóreumenn til að sýna hámarksábyrgð og stillingu eftir að Norður-Kórea lýsti yfir stríðsástandi á Kóreuskaga í nótt. 

Stjórnvöld í Norður-Kóreu tilkynntu í nótt að stríðsástand ríkti nú í samskiptum þeirra við Suður-Kóreu. Þau vara stjórnvöld í Bandaríkjunum og Suður-Kóreu við því að hvers konar ögrun gæti á skammri stundu leitt til kjarnavopnastríðs.

„Við væntum þess af öllum aðilum að þeir sýni þá hámarksábyrgð og stillingu sem hægt er og að enginn fari yfir þá línu sem erfitt gæti reynst að snúa til baka frá,“ sagði Grigory Logvinov, sem fer með málefni Norður-Kóreu innan utanríkisráðuneytis Rússlands. 

„Við getum ekki látið eins og ekkert sé þegar spenna eykst jafnt og þétt við landamæri okkar í austri.“

Í gær hvatti Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, alla þá sem hlut eiga að máli til að sýna stillingu og sagði að sívaxandi spenna á Kóreuskaga gæti leitt til ófremdarástands.

Frá hersýningu norður-kóreska hersins.
Frá hersýningu norður-kóreska hersins. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert