Hné niður á miðjum tónleikum

Franz Welser-Möst er nú að jafna sig eftir þursabitið.
Franz Welser-Möst er nú að jafna sig eftir þursabitið. AFP

Tón­list­ar­stjóri rík­is­óper­unn­ar í Vín, höfuðborg Aust­ur­rík­is, var flutt­ur á sjúkra­hús eft­ir að hann hné niður vegna bak­verks þegar hann var að stjórna óperu eft­ir Rich­ard Wagner í gær.

Franz Welser-Möst fann fyr­ir gríðarlg­um bak­verk er hann lyfti tón­sprot­an­um við lok fyrsta hluta hluta óper­unn­ar Parsifal, sem tek­ur rúm­ar fjór­ar klukku­stund­ir að flytja, og var hann ófær um að halda áfram.  Var ann­ar stjórn­andi feng­inn til að ljúka sýn­ing­unni.

Welser-Möst, sem er einnig tón­list­ar­stjóri sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar­inn­ar í Cleve­land í Banda­ríkj­un­um, var flutt­ur á sjúkra­hús eft­ir þursa­bitið en hann fékk svo að fara heim til sín að lok­inni skoðun. Ekki ligg­ur fyr­ir hvort hann verði lengi frá störf­um vegna bak­verkja.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Erlent »

Fleira áhugavert